mahkeo-212453-unsplash.jpg
 

Fyrir hverja?

Við óskum eftir öflugum teymum sem eru tilbúin með vöru á markað eða langt komin í vöruþróun á matvöru til smásölu.

Hraðallinn mun leggja áherslu á markaðssókn innanlands og utan.

Við yfirferð umsókna er horft til nýnæmis, markaðar sem ætlunin er að höfða til, samsetningu teymisins og áhuga og vilja þeirra til að fara út fyrir þægindarammann og vinna ötullega að markmiðum sínum.

Hvað kostar að taka þátt?

Þátttaka í hraðlinum er að fullu niðurgreidd af bakhjörlum verkefnisins og kostar því ekkert.

Þátttakendur þurfa þó sjálfir að standa straum af ferðakostnaði í slíkum tilvikum sem það á við.

Er viðskiptahugmyndin mín örugg í ykkar höndum?

Já. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarupplýsingar.

Fleiri spurningar?

Hafðu endilega samband í síma 552 5151 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið hello@icelandicstartups.is.

við erum búsett utan höfuðborgarsvæðisins- getum við tekið þátt?

Já, hiklaust! Við leggjum okkur fram við að nýta fjarfundatækni og skipuleggja hraðalinn með þeim hætti að hægt sé að takmarka ferðir til höfuðborgarsvæðisins fyrir þá sem búa annars staðar á landinu.

Viðvera

Þau teymi sem valin eru til þátttöku fá aðgang að fullbúinni vinnuaðstöðu meðan á verkefninu stendur. Við hvetjum ykkur til að nýta þau tækifæri sem felast í samveru við aðra frumkvöðla. Viðvera er þó almennt lögð í hendur þátttakenda fyrir utan fyrstu viku verkefnisins þar sem lagðar verða línurnar fyrir framhaldið og gerð krafa um að öll teymi taki þátt. Þátttakendur þurfa jafnframt að taka þátt í uppskerudegi verkefnisins sem fram fer í Reykjavík 10. desember 2021.

Markmið og tilgangur

Markmið hraðalsins er að fyrirtæki sem fari í gegn séu vel undirbúin undir markaðssókn bæði innanlands og erlendis. Auk þess að hafa fengið gagnlega rýni á viðskipta- og tekjuáætlanir. 

Hraðlinum er ætlað að hraða því að vara komist á markað og tryggja skilvirka markaðssókn.

 
mahkeo-222767-unsplash.jpg