HSC 001 064 4-1.jpg

Um hraðalinn

Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita verður haldinn frá 28. mars til 23. maí 2019 þar sem þátttakendur fá aðgang að:

  • Fyrsta flokks vinnuaðstaða í Íslenska ferðaklasanum úti á Granda

  • 7 lotur af vinnusmiðjum á fimmtudögum og föstudögum yfir samtals 8 vikur sem fara allar fram í Reykjavík

  • Fundir með yfir 40 mentorum, sérfræðingum, fjárfestum og öðrum úr atvinnulífinu

  • Opnir og fjölmennir viðburðir á vegum hraðalsins

  • Risastórt tengslanet

  • Athygli fjölmiðla og fjárfesta í gegnum hraðalinn

  • Uppskerudagur þar sem teymin kynna hugmyndir sínar fyrir fullum sal

    Allt þetta er þátttakendum að kostnaðarlausu

 
Til Sjávar og sveita tímalína 2.0.001.jpeg

Icelandic Startups stendur fyrir Til sjávar og sveita í samstarfi við Íslenska Sjávarklasann og með stuðningi IKEA á Íslandi, Matarauðs Íslands, HB Granda og Landbúnaðarklasans. Í gegnum þessa bakhjarla fá þátttakendur aðgang að tengslaneti og fagþekkingu sem á engan sinn líka á Íslandi. Til sjávar og sveita á að vera uppspretta nýrra vara og þjónusta og varpa ljósi á tækifærin sem felast í sjálfbærri nýtingu auðlinda á Íslandi.

 

Ljósmyndir heimasíðunnar eru fengnar með góðfúslegu leyfi Matarauðs Ísland