Nýsköpun í matvælaframleiðslu

Hönnun, vöruþróun og markaðssetning, með viðskiptavininn í forgrunni, hafa verið viðfangsefni viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita undanfarnar vikur. Vegna samkomutakmarkana og smithættu vegna covid hefur hraðallinn alfarið farið fram með rafrænum hætti. En þrátt fyrir krefjandi aðstæður hefur tekist vel að þjappa hópnum saman og hafa fyrirlestrar og fundir farið fram úr björtustu vonum, þökk sé því frábæra fólki sem hefur lagt okkur lið.

Alli Metall hönnuður

Alli Metall hönnuður

Elsa fjallar um uppbyggingu nýsköpunarfyrirtækja

Elsa fjallar um uppbyggingu nýsköpunarfyrirtækja

Fjóla María Ágústsdóttir, sérfræðingur í framþróun stafrænnar þjónustu

Fjóla María Ágústsdóttir, sérfræðingur í framþróun stafrænnar þjónustu

Við fengum meðal annars til okkur Fjólu Maríu Ágústsdóttur, sérfræðing í framþróun stafrænnar þjónustu, til að fjalla um aðferðafræði Design Thinking sem hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár. Sú hugmyndafræði grundvallast á notendamiðaðri þjónustuhönnun og er mikilvægt tól við skilgreiningu markhópa og rýni á þörfum viðskiptavina.

 
Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS

Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS

 
Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdarstjóri verslunarsviðs Samkaupa

Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdarstjóri verslunarsviðs Samkaupa

Ávinningur af samstarfi sprota og rótgrónari fyrirtækja

Við fengum einnig til okkar Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóra MS sem veitti okkur innsýn í sín störf. Þrjú fyrirtæki af þeim sem taka þátt í hraðlinum í ár vinna með mjólkurvörur og því átti erindið sérstaklega vel við.

Almennt teljum við dýrmæt tækifæri fólgin í því að leiða saman sprotafyrirtæki og rógrónari fyrirtæki þar sem samvinna þeirra á milli getur leitt til betri árangurs beggja aðila. Sprotafyrirtæki búa til dæmis yfir ýmsum eiginleikum sem stærri fyrirtæki oft skortir, eins og hraða og frelsi til stefnubreytinga með litlum fyrirvara, en eins eru óbein áhrif eins og smitandi ástríða frumkvöðla sem getur haft jákvæð og hvetjandi áhrif á starfsmenn rótgrónari fyrirtækja. Rótgrónari fyrirtæki búa aftur á móti yfir sannreyndum ferlum og verklagi sem miðla má áfram, reynslu og þekkingu og aðgengi að stórum hópi viðskiptavina sem og fjármagni.

Það er krefjandi áskorun fyrir smærri fyrirtæki í matvælaiðnaði að koma vörum sínum á framfæri og því er ómetanlegt að eiga sterka tengingu inn í matvöruverslanir sem geta verið mikilvægur stökkpallur. Við erum afar stolt af samstarfi okkar við Nettó sem þjónar einmitt þeim tilgangi fyrir þátttakendur hraðalsins. Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdarstjóri verslunarsviðs Samkaupa, hitti teymin á dögunum, fór yfir ferlið og kynnti hagnýt ráð.

Reynslusögur frumkvöðla

Frumkvöðlaferlið er krefjandi og getur tekið á sálartetrið og því er einstaklega gott að heyra hvatningarorð og árangurssögur reyndra frumkvöðla. Óskar Þórðarson, stofnandi Omnom, sagði okkur frá þeirra vegferð og nefndi það að þrátt fyrir að þeim hafi vegnað vel þá hafi ferlið ekki gengið áfallalaust og að sumt hefði mátt gera betur. Það er dýrmætt að heyra hver ljónin hafa verið í veginum hjá öðrum fyrirtækjum þar sem það hjálpar upprennandi frumkvöðlum að forðast slíkar gryfjur.

Nýsköpun í matvælaiðnaði - mikilvægasta viðfangsefni nútímans

Sigurður H. Markússon, viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun, ræddi um tækifærin í matvælaiðnaði og ástæðuna fyrir því af hverju nýsköpun í matvælaiðnaði er eitt mikilvægasta viðfangsefni nútímans.

Bæði Ísland og Nýja-Sjáland eru ríki sem eru með mikinn aðgang að jarðhita. Á tímabili voru bæði ríkin að glíma við offramleiðslu á mjólk. Íslendingar bjuggu til eitthvað gervi hagkerfi innan mjólkurframleiðslugeirans og settu á mjólkurkvóta. Nýsjálendingar horfðu á tækifærin og byggðu m.a. mjólkurþurrkunarverksmiðju við hliðina á jarðhitaorkuveri og fóru að flytja út þurrmjólk til Kína, sem er orðinn risamarkaður.

Óskar Þórðarson, stofnandi Omnom

Óskar Þórðarson, stofnandi Omnom

 
Sigurður Markússon, viðskiptaþrúnarstjóri hjá Landsvirkjun

Sigurður Markússon, viðskiptaþrúnarstjóri hjá Landsvirkjun

Við tökum heilshugar undir það að tækifærin eru svo sannarlega til staðar, en nú skiptir höfuðmáli að koma hugmyndum í framkvæmd og nýta þau á réttan hátt.

FréttirIcelandic Startups