Spurt og svarað

jeremy-bishop-393073-unsplash.jpg
 

Hvenær rennur umsóknarfrestur út og hvert er tímabil hraðalsins?

Umsóknarfresturinn rennur út 21. febrúar.
Til sjávar og sveita hefst 28. mars og lýkur 24. maí með uppskerudegi.

Hvað býðst þeim teymum sem komast inn í Til sjávar og sveita?

Teymunum býðst framúrskarandi vinnuaðstaða í Íslenska Ferðaklasanum úti á Granda, Fiskislóð 10. Starfsfólk Icelandic Startups er þar sömuleiðis til húsa, hokið af reynslu og ávallt í góðum gír. Meðal annars bjóðast líka fundir með yfir 50 mentorum úr atvinnulífinu sem hægt er að spyrja spjörunum úr. Undir lok hraðalsins verður uppskerudagur sem hefur það að markmiði að vekja mikla athygli bæði fjölmiðla og fjárfesta á teymunum.

Hvernig er hefðbundinn dagur hjá teymunum?

Enginn dagur er hefðbundinn í viðskiptahröðlum. Teymin eru alltaf að læra eitthvað nýtt meðfram törnum með mentorum og virkri hröðun á þróun vörunnar eða þeirri þjónustu sem teymin vinna að. Búist er við því að teymin vinni í þeirri aðstöðu sem þeim er skaffað en það er ekki skylda ef önnur erindi er brýnni, eins og gengur og gerist. Dagskrá Til sjávar og sveita mun liggja snemma fyrir og því verður auðvelt að skipuleggja á þeim 9 vikum sem hraðallinn er rekinn.

Hvers konar hugmyndum eða fyrirtækjum er Til sjávar og sveita að leita að?

Fyrst og fremst erum við að leita að nýjum lausnum sem stuðla að sjálfbærri verðmætasköpun í landbúnaði og sjávarútvegi. Hins vegar er mikið horft til ástríðu teyma fyrir verkefninu, vilja þeirra til að fara út fyrir þægindarammann og vinna hart og ötullega að markmiðum sínum. Til sjávar og sveita er ekkert án drífandi mannauðs.

 
mahkeo-222767-unsplash.jpg
 

Hvað fleira veitir Til sjávar og sveita?

Til dæmis skrifstofu með fundaraðstöðu og hröðu WiFi. Einnig er eldhúsaðstaða með flæðandi kaffi (stór plús) og í raun allar þær grunnnauðsynjar sem flest teymi vilja sem minnst eyða tíma í að hugsa um þegar þau vinna að framúrstefnulegri vöru eða þjónustu.

Hvað ef umsóknin mín verður ekki fyrir valinu?

Þá reyndirðu að minnsta kosti og hefur fullbúna umsókn tilbúna fyrir næsta verkefni. Sömuleiðis veistu hvert þú átt að leita varðandi ráðgjöf við það sem þú ert að fást við, hvort sem þú leitar beint til þeirra aðila sem standa að Til sjávar og sveita eða til íslensku sprotasenunnar. Sama hvað verður útkoman vonandi sprotafyrirtæki.

 

Ég er eini stofnandi umsóknarinnar. Kemst ég samt sem áður inn í Til sjávar og sveita eða þarf ég að finna til aðra meðlimi?

Þó umsóknir séu ekki bornar saman eftir fjölda fólks í teyminu þá þýðir það ekki að það geri umsókninni auðveldara fyrir að komast inn ef fjöldinn í teyminu er bundinn við einn stofnanda. Við leitum að gæðateymum með jafnvægi innan þess og þar með breiðri hæfni. Því mælum við sterklega með því að leita að meðstofnendum sem koma til með að bæta upp fyrir það sem mögulega skortir í teyminu.

Er aldur eitthvað sem tekið er sérstaklega til skoðunar í umsóknarferlinu?

Nei.

 
mahkeo-212453-unsplash.jpg
 

Hvar er skrifstofa Til sjávar og sveita og hvað er í kring?

Skrifstofan er staðsett í húsnæði Íslenska Ferðaklasans, á 2. hæð fyrir ofan Íslandsbanka. Allt í kring eru lágvöruverslanir og önnur fjölbreytt þjónusta og hinu megin við Fiskislóð á Grandagarði er sívaxandi menning fyrir mat og verslun. Sem dæmi er Grandi Mathöll í seilingarfjarlægð í húsnæði Íslenska Sjávarklasans.

Ég hef áhyggjur af því að ef ég sendi inn umsókn að hugverkaréttur verði ekki virtur. Ætti ég að hafa áhyggjur?

Við erum sannarlega ekki á þeim buxunum að stela hugmyndum og við munum aldrei gera umsóknir sýnilegar öðrum utan Til sjávar og sveita. Í umsóknarferlinu er aldrei beðið um „leyniuppskriftina“ og það er í raun engin ástæða til að gefa hana upp ef það er ekki vilji til þess. Að því sögðu vonum við að orðspor okkar sem stöndum að hraðlinum segi sitt í þessum efnum.

Þurfa teymin að vera þarna öllum stundum í 9 vikur?

Nei. Þetta er ykkar verkefni og þið komið og farið eins og ykkur hentar. Hins vegar er mælst til um viðveru þar sem virði hraðalsins er meðal annars fólgið í vinnusmiðjunum, tengslamyndun og loks sú dýrmæta þjálfun sem felst í því að koma fram og “pitcha” hugmynd teymisins. Allt þetta krefst viðveru og því í þágu teymanna að vera meira og minna á svæðinu.

 

Ljósmyndir heimasíðunnar eru fengnar með góðfúslegu leyfi Matarauðs Ísland