MS og Ísey til liðs við Til sjávar og sveita

Mjólkursamsalan og Ísey útflutningur koma inn sem bakhjarlar viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita sem fer af stað þann 15. nóvember og bætast þar við Samkaup sem styðja við verkefnið annað árið í röð. Icelandic Startups hafa keyrt hraðalinn seinustu tvö ár í góðu samstarfi við Sjávarklasann, Landbúnaðarklasann og Matís og hafa á þeim tíma 19 sprotafyrirtæki farið í gegn.

Read More
Icelandic Startups
Leita að bestu matarsprotum landsins

Icelandic Startups hafa síðastliðin tvö ár keyrt viðskiptahraðalinn Til sjávar og sveita og hafa 19 fyrirtæki farið í gegnum hraðalinn á þeim tíma. Til sjávar og sveita er af mörgum talinn einn skemmtilegasti viðskiptahraðallinn sem er í boði þar sem fyrirtækin eru oftar en ekki að vinna með raunverulegar vörur sem þau geta sýnt og leyft fólki að bragða á. Í ár verður hraðallinn keyrður sem sérstakur markaðshraðall að erlendri fyrirmynd og er hann unnin í samstarfi við GAN - Global Accelerator Network.



Read More
Icelandic Startups
Nýsköpun í matvælaframleiðslu

Hönnun, vöruþróun og markaðssetning, með viðskiptavininn í forgrunni, hafa verið viðfangsefni viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita undanfarnar vikur. Vegna samkomutakmarkana og smithættu vegna covid hefur hraðallinn alfarið farið fram með rafrænum hætti. En þrátt fyrir krefjandi aðstæður hefur tekist vel að þjappa hópnum saman og hafa fyrirlestrar og fundir farið fram úr björtustu vonum, þökk sé því frábæra fólki sem hefur lagt okkur lið.

Read More
FréttirIcelandic Startups