Viðskiptahraðall fyrir nýjar lausnir í landbúnaði, haftengdum iðnaði og smásölu

Lokað er fyrir umsóknir í hraðalinn 2021 en umsóknarfrestur var til 1. nóvember 

agence-producteurs-locaux-damien-kuhn-97729-unsplash.jpg
 

Til sjávar og sveita 2021

Lokað hefur verið fyrir umsóknir í hraðalinn en umsóknarfrestur var til 1. nóvember 

Í ár verður lögð áhersla á fyrirtæki sem eru tilbúin með vöru eða langt komin í vöruþróun og hyggjast sækja á markað eða auka markaðssókn innanlands- sem og utan. Hraðallinn verður keyrður í fjórar vikur og hefst hann 15. nóvember og lýkur með uppskerudegi 10. desember.  

Fjögurra vikna markaðshraðall er viðurkennd aðferð til að hraða fyrirtækjum í gegnum það flókna ferli að sækja á markað og er hraðalinn byggður upp í samstarfi við GAN – Global Accelerator Network

Rík áhersla er lögð á að tengja fyrirtæki við reynslumikið fólk úr atvinnulífinu sem kemur inn sem mentorar. 

Markmið hraðalsins er að fyrirtækin verði í lok hraðals með haldbæra áætlun um eigin markaðssókn.


 

Dagskrá

 

Vika 1

kick-oFf//Tekju- og viðskiptaáætlanir

Þátttakendur hitta teymi Icelandic Startups og fara á fyrstu mentorafundina. Fyrirlestrar og vinnustofur með áherslu á tekju- og viðskiptaáætlanir. Farið í fyrstu skref þegar kemur að forgangsröðun fyrir skölun. Markmiðasetning.


 

Vika 2

áfram// Markaðssetning - fyrstu skref

Áfram farið í forgangsröðun fyrir skölun. Skölun á sölu, vöxtur markaða, mentorafundir og hittingar með frumkvöðlum sem deila reynslu sinni.


 

Vika 3

Meira //Sókn á erlendan Markað

Farið yfir val á mörkuðum og mörkun sérstöðu. Reynslu- og árangurssögur frá frumkvöðlum. Pitch þjálfun og gerð markaðsefnis fyrir erlendan markað. Mentorafundir.


 

Vika 4

Bingó//Samantekt og útskrift

Farið yfir stuðningsumhverfi útflutnings á íslenskri matvöru. Undirbúningur fyrir uppskerudag. Útskrift úr pitch þjálfun og allt klárt fyrir heimsyfirráð.

 
 

 
Screen Shot 2019-04-26 at 10.48.17.png

Feed the Viking
„Við hjá Feed the Viking tókum þátt í viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita árið 2019 og getum svo sannarlega mælt með þeirri vegferð fyrir hvern þann sem á sér svipaða drauma og langanir. Þarna kynntumst við ótrúlega flottu teymi leiðbeinenda, mentora og reynslumiklu starfsfólki Icelandic Startups og hópi af svipað þenkjandi snillingum sem tóku þátt með sín fyrirtæki. Ef þú ert í vafa, skrifaðu umsókn, sendu hana inn og sjáðu hvað gerist!“

 
 
 

Nordic Wasabi
„Það var mjög verðmætt fyrir okkur að fara í gegnum viðskiptahraðal, þar fengum við tækifæri til þess að byggja upp sterkt tengslanet og að hraða hugmyndinni til muna.“

Sindri Hansen og Ragnar Atli Tómasson hjá
Jurt Hydroponics rækta íslenskt wasabi og tóku þátt í viðskiptahraðlinum Startup Reykjavík árið 2015.

download (1).jpg
 
image0.jpeg

Gunnar Egill Sigurðsson
Framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa

„Þegar við komum fyrst að Til sjávar og sveita sáum við hvað það býr gríðarleg dýnamík í þessum hóp og að þetta væri vettvangurinn sem við vorum búin að leita að. Við sáum líka hvernig við getum byggt brýr og hjálpað sprotafyrirtækjum að yfirstíga þá áskorun sem það er að koma vörum sínum í verslanir og alla leið til neytenda.”