Fagmennska, kraftur, gleði!

Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Íslenska sjávarklasans sem hafa um árabil leitt saman frumkvöðla, fjárfesta og leiðandi sérfræðinga með verðmætasköpun og samfélagslegan ávinning að leiðarljósi.

Bakhjarlar verkefnisins eru Nettó, Mjólkursamsalan, Ísey útflutningur, Landbúnaðarklasinn, Atvinnuvegaráðuneytið og Matís. Hraðallinn fékk auk þess verkefnastyrk frá Atvinnuvega- og nýsköðunarráðuneytinu.

Icelandic Startups hefur umsjón með verkefninu og byggir á áralangri reynslu af þjálfun og stuðningi við frumkvöðla á fyrstu stigum.


Tímalína

 
7. okt
Opnað fyrir umsóknir
1. nóv
Umsóknarfresti lýkur
15. nóv
Hraðall hefst
10. des
Uppskerudagur
 

Þar til viðskipti taka að blómstra!

Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita var haldinn fyrst árið 2019 og er nú haldinn í þriðja skipti. Hraðallinn hefur verið metnaðurfullur vettvangur til vöruþróunar fyrir verkefni sem snúa að hátækni í matvælaiðnaði, nýjum lausnum í landbúnaði og haftengdum iðnaði og betri nýtingu hráefna þar sem sjálfbærni og nýsköpun eru höfð að leiðarljósi. 

Í ár er hraðallinn keyrður með öðru sniði og er áherslan lögð á markaðssókn fyrirtækja sem eru tilbúin með vöru eða langt komin í vöruþróun. .

Leitin er hafin að bestu matarsprotum landins og verða fimm fyrirtæki valin til þátttöku í 4 vikna viðskiptahraðli sem fer af stað 15. nóvember. Þátttakendur fá aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu og njóta leiðsagnar fjölda reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga auk fræðslu og þjálfunar. 

Þátttakendur fá jafnframt fjölda tækifæra til að koma vörum sínum á framfæri og efla tengslanetið.

Til Sjávar og sveita er uppspretta nýrra lausna og varpar ljósi á tækifæri sem felast í sjálfbærri nýtingu auðlinda. Verkefnið er í umsjón Icelandic Startups í samstarfi við Íslenska sjávarklasann. Bakhjarlar verkefnisins eru Nettó, Mjólkursamsalan, Ísey, Landbúnaðarklasans, Atvinnuvegaráðuneytið og Matís.

 

Bakhjarlar -